Súkkulaðikaka sælkerans

Þetta er syndsamlega góð  tveggja laga súkkulaðikaka þar sem kaffi, bæði í deiginu og kreminu, gerir útslagið.

 

Kökubotnarnir

 • 1 ¾ bolli hveiti
 • 2 bollar sykur
 • ¾ bolli kakó
 • 2 tsk matarsódi
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 tsk salt
 • 1 bolli súrmjólk
 • ½ bolli matarolía
 • 2 egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 bolli kaffi

Krem

 • 170 g súkkulaði, 56% Nóa Síríus
 • 200 g smjör
 • 1 eggjarauða
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 ¼ bolli sigtaður flórsykur
 • 1 msk kaffi

Einn bolli er 2,4 desilítrar.

Hitið ofnin í 180 gráður.  Smyrjið tvö 22 cm form.

Sigtið hveiti, sykur, kakó, matarsóda, lyftiduft og salt í skál fyrir hrærivél. Þeytið saman. Í öðru íláti er súrmjólk, olíu, eggjum og vanillu blandað saman.

Látið vélina ganga á hægum hraða og blandið blautefnunum saman við. Bætið næst kaffinu saman við.  Skiptið deiginu jafnt á milli formanna og bakið í 35-40 mín. Leyfið að kólna.

Þá er komið að kreminu. Grófsaxið súkkuðaðið og bræðið í vatnsbaði.

Setjið hrærara á hrærivélina. Hrærið smjörið í nokkrar mínútur, bætið þá við eggjagulum, vanilludropum og þeytið áfram í 2-3 mínútur. Bætið næst við flórsykri og hrærið áfram. Þegar kremið er orðið mjúkt og fínt er kaffinu bætt saman við.

Setjið annan kökubotninn á kökustand og smyrjið kremi á hann. Setjið hinn botninn ofan á og smyrjið kremi yfir.

Deila.