Drostdy Hof Shiraz Pinotage 2010

Þrúgurnar Pinotage og Shiraz einkennast báðar af því að vínin verða dökk og nokkuð krydduð ekki síst þegar ekki skortir sólina.

Þetta suður-afríska rauðvín hefur ágætlega þéttan, rauðan lit. Björt angan af plómusultu, rósum, leðri og vanillu. Ágætlega þétt og þykkt í munni, með ferskri sýru, nokkuð kryddað, negull.

5.299 krónur fyrir þriggja lítra kassa. Góð kaup.

 

Deila.