Pasqua Sanzeno Chardonnay-Garganega 2010

Ungt, þurrt og ferskt lífrænt ræktað norður-ítalskt vín úr þrúgunum Chardonnay og Garganega frá framleiðandanum Pasqua. Chardonnay þarf vart að kynna en Garganega er algeng þrúga á Norður-Ítalíu, ekki síst í Veneto þaðan sem þetta vín kemur. Hún er m.a. ein af meginþrúgunum í Soave-vínum.

Í nefi græn og rauð epli, limebörkur og melóna. Ungur berjasafi í munni, smá hnetukeimur.

5.795 krónur fyrir þriggja lítra kassa.

 

Deila.