Vínsýning á Hilton

Stór og mikil vínsýning verður haldin á Nordica Hilton 8. september næskomandi á vegum Haugen-Gruppen. Þar verða meðal annars kynnt léttvín frá á þriðja tug framleiðenda og verða fulltrúar frá níu erlendum vínhúsum á staðnum til að fræða gesti um vín sín og leiða í gegnum úrvalið. Að auki verða kynntir bjórar frá nokkrum þekktum erlendum brugghúsum auk þess sem margar tegundir af sterku áfengi og líkjörum verða kynntar og munu barþjónar á staðnum töfra fram margvíslega kokkteila.

Fulltrúar margra þekkta vínhúsa verða á staðnum. Frá Frakklandi verða fulltrúar frá Willm í Alsace og Domaine de Malande í Búrgund en Chablis-vín frá því síðarnefnda hafa verið hér á boðstólum. Þá verður annað þekkt Búrgundarhús á staðnum, nefnilega Chateau Fuisse, sem framleiðir vín frá Pouilly-Fuissé. Henri Bourgeois er hins vegar vínhúsi í Loire sem framleiðir m.a. Sancerre og Pouilly-Fumé. Einnig verða þarna fulltrúar frá Cune, einu stærsta vínhúsinu í Rioja á Spáni, Saint-Clair frá Nýja-Sjálandi, Laurent Miquel, sem ræktar lífræn vín í Suður-Frakklandi, Mont Marcal í Katalóníu á Spáni og Gruppo Italiano Vini, einu stærsta vínfyrirtæki Ítalíu sem á tugi vínhúsa.

Sýningin er einungis fyrir boðsgesti en Vínótekið hefur fengið 25 miða sem verður úthlutað til lesenda síðunnar og áskrifenda fréttabréfsins. Ef þú hefur áhuga á að fá miða sendu póst á vinotekid@gmail.com.

UPPFÆRT: Miðarnir eru búnir

 

Deila.