French Toast

French toast er enska heitið á þessum rétti sem víða nýtur mikilla vinsælda á morgunverðarhlaðborðum. Í Suður-Evrópu t.d. Portúgal er þetta hins vegar líka efirréttur sem er borinn fram á jólunum. Brauðið á sér langa sögu og eru til heimildir um að þetta hafi verið á borðum í Rómarveldi. Í ævintýrum Grimms-bræðra er brauðsins einnig getið og var þá kallað Arme Ritter en margir þekkja kannski réttinn undir nafninu „fátækir riddarar“.

Þetta er auðvitað algjörleg kaloríubomba og því ekki mælt með því að hafa þetta á morgunverðarborðinu dags daglega. Einstaka sinnum til hátíðarbrigða má auðvitað leyfa sér að falla fyrir svona freistingum.

  • Niðursneitt brauð (helst ekki alveg nýtt)
  • 4 dl matreiðslurjómi
  • 4 egg
  • 1/2 dl sykur
  • 2 tsk vanilludropar
  • smjör til steikingar
  • hlynsíróp

Pískið saman egg, rjóma, sykur og vanilludropa. Dýfið braðusneiðunum í blönduna og látið sneiðarnar sjúga í sig rjómann og eggin. Hitið smjör á pönnu og brúnið  brauðsneiðarnar, nokkrar í einu, báðum megin þar til eggin eru elduð. Bætið við smjöri á pönnuna eins og þarf og passið að hafa ekki of mikinn hita á pönnunni.

Berið fram með hlynsírópi.

Deila.