Malpaso 2007

Malpaso er annað af tveimur vínum frá litlu spænsku vínhúsi á svæðinu Méntrida rétt fyrir utan borgina Toledo. Og rétt eins og systurvínið Tres Patas er þetta alveg hreint magnað vín.

Vínin tvö eru mjög ólík. Tres Patas er að uppistöðu til úr þrúgunni Garnacha (á frönsku Grenache). Malpaso er hins vegar hreint Syrah. Og þvílíkt Syrah-vín fyrir peninginn. Ég hef smakkað þessi vín nokkrum sinnum á Spáni og ávallt hafa þau heillað fyrir gífurlega dýpt og kraft. Þetta eru ekki dæmigerðir Spánverjar. Malpaso gæti vel verið toppvín frá nyrðri hluta Rhone.

Dökkfjólublátt, í nefi kaffi, cassis og bláber. Vel samþætt sviðin eik, nokkuð kryddað. Djúpur, kröftugur ávöxtur í munni, þétt og kröftug tannín, vínið langt og ágengt. Mæli með umhellingu.

3.850 krónur.

 

Deila.