Gulrótarsalat með sítrus og valhnetum

Þetta salat má bera fram eitt og sér eða sem meðlæti, t.d. með fiski eða kjúklingaréttum. Sítrussafinn gefur góðan ferskleika, hunangið smá sætu og ristaðar hneturnar yndislegt bragð og eitthvað stökkt undir tönn.

  • 500 g rifnar gulrætur
  • rifinn börkur af 1/2 sítrónu
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 2 msk appelsínusafi
  • væn lúka valhnetur
  • 3 vorlaukar, saxaðir
  • 1 lúka söxuð steinselja
  • 1 msk akasíuhunang
  • 1/2 dl ólívuolía
  • salt og pipar

Ristið hneturnar í 7-8 mínútur í 200 gráðu heitum ofni.

Blandið saman hunangi, ólívuolíu, sítrónusafa,  sítrónuberki, appelsínusafa, salti og pipar.

Blandið öllu saman í stórri skál. Setjið í ísskáp og geymið í a.m.k. 15 mínútur áður en borið er fram.

Deila.