Sítrónuskyrterta

Þetta er klassísk og góð skyrterta með sítrónukeim en auðvitað er hægt að bragðbæta hana með ýmsu öðru, t.d. er hægt að láta vanilluna eina og sér nægja.

Skyrblandan

  • 4 eggjarauður
  • 200 g sykur
  • 1/2 l þeyttur rjómi
  • safi úr 1 sítrónu
  • rifinn börkur af 1 sítrónu
  • 450 g  KEA-skyr
  • 8 blöð matarlím
  • 4 dl mjólk

Botninn

  • 200 g McVities Digestive kexkökur
  • 100 g brætt smjör

Myljið kexkökurnar. Blandið saman við brætt smjörið og þekjið síðan botninn á um 25 sm þykku smelluformi.

Leggið matarlímið í kalt vatn í tíu mínútur. Hellið vatninu frá og bræðið yfir vatnsbaði. Hitið mjólkina að suðu. Þeytið eggjarauður og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Hellið mjólkinni yfir og hrærið vel saman. Bætið sítrónusafa og rifnum sítrónuberki saman við blönduna. Hellið matarlíminu saman við og kælið. Þegar blandan hefur kólnað aðeins er þeyttum rjóma og skyri hrært saman við

Hellið í botninn og látið stífna í ísskáp áður en tertan er borin fram.

Deila.