Kalkúnahátíðin mikla

Þakkargjörðarhátíðin eða Thanksgiving er einn helsti hátíðisdagur Norður-Ameríku og skipar þar svipaðan sess og aðfangadagur hjá okkur. Þetta er helgin sem fjölskyldur sameinast þó svo að fjölskyldumeðlimirnir búi í öðrum ríkjum.

Þakkargjörðarhátíðin er séramerískt fyrirbæri sprottið upp úr hefðum jafnt frumbyggja sem evrópskra landnema. Nafnið vísar til þess að verið var að þakka æðri máttarvöldum fyrir uppskeruna í uppskerulok á haustin. Með árunum hefur dregið mjög úr öllum trúarlegum tilvísunum hátíðarinnar og er hún því eina hátíðin sem allir Bandaríkjamenn, hvort sem þeir eru kristnir, gyðingar, mormónar, múslimar, búddhistar eða trúleysingjar geta sameinast um fyrir utan þjóðhátíðardaginn.

Um miðja síðustu öld var lögfest að hátíðin skyldi ávallt vera fjórða fimmtudag nóvembermánaðar og er þetta nú orðin einhver mesta ferðahelgi ársins þar vestra. Helsta einkenni hátíðarinnar síðustu ár eru fjölskylduboð þar sem kalkún skipar heiðursess við veisluborðið ásamt margvíslegum tegundum af fyllingu og meðlæti

Hér eru tvær uppskrifir að kalkúnamáltíðum með fyllingu og fjölbreyttu meðlæti. Annars vegar kalkún með kryddfyllingu með beikoni og kornbrauði. Hins vegar kalkún með kjöt og kryddjurtafyllingu.

Það er í sjálfu sér ekki mikið flóknara að elda kalkún en kjúkling. Það eina sem flækir málið er stærðin og fyrirferðin. Mörgum vex í augum hversu mikið magn af mat þetta er, enda eru kalkúnaleifar yfirleitt á borðum í marga daga á eftir. Fyrir litlar fjölskyldur eða þegar tíminn er knappur er tilvalið að nota kalkúnabringa en í einni bringu er um kíló af kjöti.

Það er klassískt að elda kalkúnabringuna með kryddjurtum en einnig er hægt að elda hana með parmesan og salvíu.

Deila.