Isole e Olena Chianti Classico 2008

Isole e Olena er eitt besta og athyglisverðasta vínhús Chianti í Toskana á Ítalíu. Nafn vínhússins má rekja til tveggja sveitabýla, Isole og Olena, sem de Marchi fjölskyldan festi kaup á á sjötta áratug síðustu aldar.

Paolo de Marchi er með virtustu víngerðarmönnum Ítalíu og hver árgangur hefur sín sérkenni. 2008 Chianti Classico frá Isole e Olena er nokkuð kröftugt og heitt, heil 14,5% að styrkleika. Í nefinu þroskaður ávöxtur allt að því sultaður en jafnframt ferskari ávöxtur sem smýgur fram. Fjólur , jörð og rök tóbaksblöð. Þykkt og langt í munni, mjúkt og heitt. Um margt „ótýpískt“ fyrir héraðið.

3.395 krónur.

 

Deila.