Hér er blandað saman mörgu af því vinsælasta úr gríska eldhúsinu, souvlaki, grísku salati og tzatziki. Útkoman er frábær.
Souvlaki
- 500 g hakk – helst lambahakk
- 1 laukur, fínsaxaður
- 5 hvítlauksgeirar, pressaðir
- 2 dl grísk jógúrt
- 1/2 dl ólívuolía
- 1 sítrónu, börkurinn rifinn og safinn pressaður
- 1 msk óreganó
- salt og pipar
Það er hægt að nota nautahakk en best er að nota lambahakk. Þar sem að það er yfirleitt ekki fáanlegt í verslunum er hægt að kaupa ódýra bita, t.d. sirloin eða leggi. Skera kjötið frá beinunum og hakka.
Blandið öllu sem á að fara í kryddlöginn saman. Hrærið síðan saman við hakkið og látið standa í hálftíma.
Steikið á pönnu.
Á meðan að Souvlaki-blandan er að marinerast er tilvalið að nota tímann til að útbúa jógúrtsósu eða tzatziki og það sem á að fara í gríska salatið:
- Stökkt salat, t.d. Romaine
- Tómatar
- svartar ólívur, steinlausar
- Fetaostur
- Fersk mynta
- Gúrka
Saxið allt niður og geymið
Skerið pítubrauðin í tvennt, penslið með smá ólívuolíu og hitið í ofni. Setjið brauðin á diska. Byrjið á því að setja skammt af souvlaki ofan á brauðin, næst smyrjið þið vel af tzatziki og loks hlaðið þið grísku salati ofan á.