Lamberti Santepietre Valpolicella Ripasso 2009

Ripasso er afbrigði af vínunum frá Valpolicella Þegar safinn er skilinn frá í lok í Amarone-víngerjunarinnar er afganginum, sætum þykkum massa, bætt saman við ungt Valpolicella-vín og víngerjunin fer af stað á nýjan leik. Það má því segja að þetta sé eins konar millistig á milli Valpolicella og Amarone.

Lamberti Santepietre er millidökkt á lit, angan af púðursykri, þurrkuðum kirsuberjum og möndlukaramellu. Í munni skarpt og nokkuð ágengt, leyfið víninu að lofta aðeins. Vín sem hentar vel með þykkum sósum, t.d. pastasósum með tómötum.

2.399 krónur. Ágætis kaup.

 

Deila.