Mexíkóskt lasagna með nautahakki

Það er gaman að snúa klassískum réttum yfir á önnur lönd. Hér er lasagna með mexíkóskum blæ þar sem tortilla-pönnukökur koma í stað pasta.

  • 500 g nautahakk
  • 2 dósir tómatar
  • 2 msk tómatsósa
  • 1 pakkning Taco-krydd
  • 1 laukur, fínsaxaður
  • 2 grænir chilibelgir, fínsaxaðir
  • 8 tortilla-pönnukökur
  • 2 bréf rifinn gratín-ostur
  • 1 dós maísbaunir
  • 1 dós pintobaunir

Hitið olíu á pönnu og mýkið laukinn og chili-piparinn í um tíu mínútur. Bætið þá hakkinu saman við og brúnið. Bætið taco-kryddi út á og hrærið vel saman við kjötið. Hellið tómötunum úr dósinni ásamt safanum og tómatsósunni á pönnunna. Látið malla á vægum hita í um 10 mínútur.

Hellið vökvanum frá maísbaununum og pintobaununum. Setjið í skál og blandið saman við helminginn af rifna ostinum.

Setjið helminginn af kjötblöndunni í botninn á stóru, ofnföstu fati. Þekið með fjórum tortilla-pönnukökum. Það getur veirð þægilegt að skera þær í tvennt – allt eftir því hvernig fatið er í laginu. Næst kemur bauna- og ostablandan, þá hinn helmingurinn af kjötblöndunni og loks osturinn.

Setjið fatið í 200 gráðu heitan ofn og eldið í 30 mínútur.

Berið fram með t.d. góðu tómatasalati og heimatilbúnu guacamole. Með þessu mjúkt og suðrænt rauðvín, t.d. hið kaliforníska Turning Leaf Zinfandel.

Deila.