Regnbogakaka Röggu

Þetta er í grunninn venjuleg ljós kaka en við breytum henni í litríka regnbogaköku sem ávallt vekur athygli.

  • 1 bolli sykur
  • 1 1/2 bolli hveiti
  • 1/2 bolli mjólk
  • 120 gr volgt smjör
  • 2 egg
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2 tsk vanilludropar
  • matarlitir

Ef þið eigið ekki amerískt bollamál er 1 bolli u.þ.b. 2,4 dl.

Hitið ofninn í 175 gráður. Smyrjið 2  x 22 sm form og sigtið formin með hveiti.

Þeytið sykur og smjör saman. Þeytið næst eggjunum saman við, einu í einu. Þá er hveitinu og lyftiduftinu blandað saman við. Þeytið loks mjólkinni saman við þangað til deigið er orðið létt og mjúkt.

Takið nú til litina sem þið ætlið að nota. Skiptið deiginu í nokkrar skálar (jafnmargar litunum). Blandið nokkrum dropum af matarlit saman við deigið í hverri skál.

Þá er komið að því að útbúa regnbogann. Annað hvort er hægt að blanda deiginu saman sitt á hvað eins og manni dettur í hug eða þá að setja fyrst lag af t.d. rauðu deigi, þá bláu deigi, næst gulu degi o.s.frv.

Bakið í um 40 mínútur í ofninum.

Kökuna er loks hægt að smyrja með kremi að eigin vali með litum að eigin vali.

Regnbogabollakökur

Útbúið deigið líkt og að ofan en hellið litaða deiginu í bollakökuform. Bakið í um 25 mínútur.

 

Deila.