Könguló – afmælisterta

Köngulóarkökuna rákust við fyrst á í Morgunblaðinu fyrir um fimmtán árum eða svo. Hún hefur síðan reglulega verið gerð í tengslum við barnaafmæli og vekur ávallt miklar vinsældir.

Til að gera köngulóna þarf hringlaga botn til dæmis klassískan svampbotn og margengsbotn ásamt kremi og  1/2 lítra af þeyttum rjóma. Síðan er sælgæti notað til að gera augu og munn. Lappirnar má gera með pípuhreinsurum,  lakkrís sem vafið er utan um víra eða plaströr og sykurpúða líkt og hér á myndinni.

Gamaldags svampbotn:

 • 4 egg
 • 50 g hveiti
 • 50 g kartöflumjöl
 • 175 g sykur
 • 2 tsk lyftiduft

Sigtið hveiti, kartöflumjöl og lyftiduft saman. Geymið. Þeytið egg og sykur saman í ljósa blöndu. Blandið hveitiblöndunni varlega saman við. Setjið i smurt form og bakið við 200 gráður í allt að 30 mínútur.

Marengsbotn

 • 5 eggjahvítur
 • 4 dl sykur

Stífþeytið eggjahvíturnar. Þeytið áfram og bætið sykrinum saman við.  Setjið bökunarpappír á plötu. Mótið hringlaga botn úr eggjablöndunni. Bakið í 90-120 mínútur við 150 gráðu hita (130 með blæstri) eða þar til botninn er orðin þurr.

Krem

 • 3 eggjarauður
 • 1,5 dl flórsykur
 • 100 g brætt súkkulaði
 • 3 msk af þeytta rjómanum

Þeytið eggjarauður og sykur saman. Blandið brædda súkkulaðinu og rjómanum saman við.

Þá er komið að því að setja kökuna saman. Setjið fyrst svampbotninn á kökufatið og smyrjið með kremi og síðan helmingnum af rjómanum. Setjið marengsbotninn ofan á, þá afganginn af rjómanum og loks afganginn af rjómanum. Skreytið köngulóna með sælgæti að eigin vali.

Deila.