Dog Point Chardonnay 2008

Við höfum áður fjallað um vín úr Sauvignon Blanc og Pinot Noir frá nýsjálenska vínhúsinu Dog Point, nú er það hins vegar Búrgundarþrúgan Chardonnay.

Og það verður að segjast eins og er að þetta vín er bara töluvert Búrgundarlegt og minnir meira á vín þaðan en hin dæmigerðu Chardonnay-vín frá Nýja heiminu. Þetta er auðvitað að verða fimm ára vín og það ber aldurinn vel, liturinn farin að dökkna, angan af reyk, brennisteini, sæt krydd, þroskuð melóna og sítrónubörkur. Þykkt og ágengt, sætur ávöxtur í munni, enn ansi ferskt. Þungaviktarvín.

4.190 krónur.

 

Deila.