Gerard Bertrand Muscato 2010

Muscat-þrúgan hefur verið ræktuð öldum saman í Suður-Frakklandi og er til að mynda algeng í sætum, styrktum vínum. Þetta er hins vegar ferskt og nútímalegt vín sem víngerðarmennirnir hafa sniðið að bragðlaukum nútímans.

Muscato frá suður-franska vínframleiðandanum Gerard Bertrand er blanda úr tveimur þrúguafbrigðum, annars vegar Muscat d’Alexandrie og hins vegar Muscat Petit Grain.

Sæt angan af sætum sítrus, apríkósum, niðursoðnum ferskjum og blómum. Vínið er létt, einungis 10% í áfengi, ferskt með mildri, þægilegri sætu í munni. Tilvalinn fordrykkur.

1.899 krónur.

 

Deila.