Kröftug lambagrillsteik

Þetta er mjög bragðmikil marínering  með blöndu af vesturlenskum og austurlenskum áhrifum sem passar ekki síst við vel fitusprengda bita af lambinu á borð við prime eða kótilettur.

  • 1 msk grófkorna Dijon-sinnep (Maille á l’ancienne)
  • 1 msk Panang Curry
  • 3 msk fljótandi hunang
  • 4-5 pressaðir hvítlauksgeirar
  • rifinn börkur af 1/2 sítrónu
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 2 tsk karrí
  • 1 tsk turmerík

Blandið öllu saman í skál og látið kjötið marínerast í helst 6 klukkustundir hið minnsta. Grillið og berið fram t.d. með hrísgrjónum með avókadópestó eða kartöflusalati.

Hér þarf kröftugt rauðvín með, prófið Gerard Bertrand Pic St. Loup.

Deila.