Hér eru það Miðjarðarhafsáhrifin sem eru ríkjandi, jafnvel svolítið grískur fílingur.
Kryddlögur
- 8 lambakótilettur
- 3 hvítlauksgeirar, pressaðir
- 1 tsk þurrkað óreganó
- 2-3 msk ólífuolía
- salt og pipar
Blandið saman og láti kjötið liggja í kryddleginum í um klukkutíma. Grillið kótiletturnar
Kúrbítur,ólífur og feta
- 2 kúrbítar, skornir í sneiðar
- 1 dl furuhnetur, þurristaðar
- 2 dl fetastostur, skorinn í bita
- 1 lúka ferskt óreganó
- grænar ólífur
- 1/4 tsk chiliflögur
- safi úr hálfri sítrónu
- 1/2 dl ólífuolía
- salt og pipar
Penslið kúrbítin með ólífuolíu, saltið, piprið og grillið báðum megin þar til að hann hefur tekið á sig góðan lit. Blandið saman við annað hráefni í skál.
Berið fram með grilluðu kótilettunum.