Gerard Bertrand Cabernet Sauvignon 2009

Gerard Bertrand er magnað vínhús í Languedoc-héraðinu í Suður-Frakklandi. Þau voru fyrst kynnt í stórri smökkun hér á landi í vor og síðan hafa verið að tínast inn vín í vínbúðirnar sem eru hvert öðru betra og sýna að Frakkland á enn mörg spil uppi í erminni í samkeppninni við Nýja heiminn.

Þetta er vín úr þrúgunni Cabernet Sauvignon sem kemur manni á óvart fyri kraft þess, dökkt með ánengri angan af sólberjalíkjör, sólberjasultu og þroskuðum plómum. Heitt og kryddað, með vægum vott af lakkrís og kaffi. Mjúk en þétt tannín gefa víninu boddí.

2.298 krónur. Frábær kaup, fær hálfa viðbótarstjöru fyrir einstakt hlutfall verð og gæða.

 

Deila.