Il Poggione Rosso di Montalcino 2009

Vínhúsið Il Poggione í  þorpinu Sant’Angelo in Colle í Montalcino á Ítalíu er eitt af þeim bestu á sínu svæði og það segir ekki litla sögu. Þetta er með allra bestu vínsvæðum Ítalíu og óvíða nær Sangiovese-þrúgan hærri hæðum en á ekrunum í kringum Montalcino.

Þekktust eru risarnir sem framleiddir eru undir heitinu Brunello en næsti flokkur þar fyrir neðan, vín sem alla jafna eru nær því sem budda flestra ræður við, eru flokkuð sem Rosso di Montalcino.

Þessi Rosso frá Poggione gæti alveg villt á sér heimildir sem lítill Brunello. Stíft og rismikið, þroskuð rifsber og kirsuber í nefi, mild krydd og reykur, kröftug en nokkuð mjúk tannín. Alvöruvín.

3.260 krónur. Mjög góð kaup.

 

 

Deila.