Chateau Goumin 2008

Chateau Goumin er eitt af vínhúsunum í eigu André Lurton, en Lurton fjölskyldan er ein sú þekktasta í Bordeaux-héraðinu í Frakklandi og á þar mörg þekkt – og minna þekkt – víngerðarhús.

Goumin er milt og létt Bordeaux-vín. Merlot greinilega ríkjandi, farið að sýna smá þroska. Plómu- og berjaávöxtur, örlítill kaffi og eikarkeimur. Þægilegt. Reynið með grillkjöti með mildum sósum.

1.850 krónur.

Deila.