Það jafnast ekkert á við heimatilbúna hamborgara. Þá er hægt að gera á margvíslega vegu en hér er það m.a. parmesan og chili sem gefa bragðið en uppskriftin kemur frá Ástralíu.
- 800 g nautahakk
- 1 lítill laukur, fínsaxaður
- 2-3 hvítlauksgeirar
- 1 egg
- 1 dl heimatilbúið brauðrasp
- 1,5 dl rifinn Parmesan-ostur
- 1 msk Dijon sinnep
- 1 tsk chiliflögur
- 1 tsk múskat
- salt og pipar
Mýkið laukinn í olíu á pönnu ásamt hvítlauknum.
Blandið saman við kjötið. Blandið eggi, parmesan, raspi, sinnepi og kryddum saman við hakkið. Mótið 4-6 hamborgara úr kjötinu. Geymið borgarana í kæli áður en að þeir eru grillaðir.
Til að klára hamborgarann þarf svo.
- 4-6 heimabökuð hamborgarabrauð
- plómutómata
- grillaða papriku
- klettasalat
- aioli
- tómatsósu
Skerið brauðin í tvennt. Smyrjið með aioli og sinnepi. Setjið smá tómatsósu á. Setjið sneið af tómat, grillaðri papriku og síðan klettasalat á og loks borgarann.