Bernard Defaix Petit Chablis 2010

Þessi Petit Chablis er framleiddur af Bernard Defaix , sem stofnaði vínhús sitt árið 1959 og átti þá tvo hektara af vínekrum í Chablis. Þeim hefur fjölgað í gegnum árin og Defaix framleiðir nú vín jafnt frá Chablis sem Rully sunnar í Bourgogne. Vínin hans eru í auknum mæli lífrænt ræktuð.

Vínið er ljóst og tært á lit, kröftug angan af sítrusávexti, sítróna, greip en einnig vottur af hitabeltisávöxtum, töluvert míneralískt, þarna er kalk og krít. Ávöxturinn er þéttur og samanrekinn, mjög ferskt í lokin. Chablis sem er ekkert sérstaklega Petit.Flott matarvín með bleikju, skelfisk og öðru grilluðu sjávarfangi.

 

2.495 krónur.

 

Deila.