Kartöflugratín – „dauphinoise“

Kartöflugratín er sígilt meðlæti með t.d. íslensku lambakjöt, einn af þessum réttum sem alltaf stenst tímans tönn. Og ef við viljum vera fín með okkur þá köllum við réttinn  auðvitað ekki „kartöflugratín“ heldur kartöflur „dauphinoise“. Uppruni réttarins er enda rakinn til franska héraðsins Le Dauphiné í suðausturhlutanum og fyrstu heimildirnar eru frá átjándu öld.

  • 1 kg kartöflur
  • 2 laukar
  • 3-4 hvítlauksgeirar
  • 5 dl rjómi
  • rifinn ostur
  • salt og pipar

. Flysjið kartöflurnar og skerið í skífur. Skerið laukinn í skífur. Setjið matreiðslurjómann í stóran pott ásamt kartöflunum, lauknum, pressuðum hvítlauksgeirunum og klípu af salti og pipar. Það er einnig gott að bæta smáklípu af múskat saman við.

Leyfið suðunni að koma upp og látið síðan malla í 5-7 mínútur.

Setjið í ofnfast form. Stráið rifnum osti yfir. Setjið inn í 200 gráðu heitan ofn og bakið í 25-30 mínútur.

Deila.