Villa Maria Sauvignon Blanc Cellar Selection 2010

Þrúgurnar í Cellar Selection-vínið frá Villa Maria koma úr tveimur dölum í Marlborough, Awatere og Wairau.

Mjög ljóst og tært á lit, öflugt í nefi, grösugt í fyrstu, gras og grænar paprikur en þéttur, ferskur og massívur suðrænn ávöxtur sækir síðan á, sætur greipávöxtur og ástaraldin, vottur af austrænu kryddi. Þykkur og mikill ávöxutr í munni, sem fersk sýran skeri í gegn og gefur víninu léttleika. Mjög flott vín. Reynið t.d. með sjávarfangi á grillspjóti að hætti Ítala eða risarækjum með mangó og kókos.

2.999 krónur.Mjög góð kaup.

 

Deila.