Farro með klettasalats-pestói

Farro er forn rómversk korntegund sem nýtur nú vaxandi vinsælda um allan heim enda bæði holl og bragðgóð og hægt að nota á fjölbreyttan hátt. Farro með klettasalatspestói getur verið sjálfstæð máltíð en er líka frábært meðlæti með góðri nautasteik.

  • 4 dl Farro
  • 2 x 75 g pokar klettasalat
  • 50 g Parmesan-ostur
  • Feta-kubbur, ca. þriðjungur af einum kubbi
  • 1 dl ristaðar furuhnetur
  • 1-1,5 dl ólífuolía (eftir því hvað þið viljið pestóið þykk
  • pipar

Setjið allt nema olíuna og pipar í matvinnsluvél og maukið létt saman. Setjið vélina aftur í gang og hellið olíunni smám saman út í. Bragðið til með pipar, það þarf ekki að salta.

Sjóðið Farro í 1,2 lítrum af vatni í um 45 mínútur eða þar til að það er orðið mjúkt en þó enn smá fast undir tönn. Bætið við vatni ef þarf þegar líður á suðutímann.

Blandið Farro og pestó saman. Það er líka gott að bæta út í klettasalati, niðursneiddum kirsuberjatómötum og ristuðum furuhnetum.

Farro fæst m.a. í Frú Laugu en einnig má nota bygg.

Skráðu þig á póstlistann okkar með því að smella hér og fáðu reglulegt fréttabréf með nýjustu vínunum, uppskriftunum og veitingahúsunum.

 

 

Deila.