Santa Rita Cabernet Sauvignon Reserva 2008

Santa Rita er eitt af elstu og þekktustu vínhúsum Chile og hefur aðsetur í hjarta Maipo, elsta vinræktarhéraðs landsins, en þaðan kemur einmitt þetta vín.

Vínið er mjög dökkt á lit og liturinn þéttur, angan af sólberjasafa, sultaðri plómu, kryddað með myntu og vott af negul, nokkuð mikil eik sem kemur fram í kaffitónum og smá reyk. Kröftugur, safaríkur ávaxtamassi í munni, kryddaður, mjúk tannín. Stílhreint og vel útfært. Þetta er vín fyrir grillað naut eða lamb, t.d. ribeye með texas-röbbi.

2.498 krónur. Góð kaup.

 

Deila.