Arabísk jógúrtsósa

Jógúrtsósur er að finna alls staðar fyrir botni Miðjarðarhafs og í Suður-Asíu. Hér er líbönsk útgáfa.

  • 3 dl grísk jógúrt
  • 2 pressaðir hvítlauksgeirar
  • 1/2 gúrka
  • safi úr 1/2 sítrónu

Flysjið gúrkuna. Hreinsið innan úr henni og saxið fínt. Setjið í skál og blandið jógúrti, pressuðum hvítlauk og sítrónusafa saman við. Bragðið til með salti. Geymið í ísskáp.

Deila.