Pizza með fíkjum og sultuðum lauk

Þetta er skemmtileg blanda á pizzuna, sætan úr fíkjunum á mjög vel við skinkuna og sultaðan laukinn.

  • 4 laukar
  • 3 fíkjur, skornar í þunnar sneiðar
  • 1 dós rifinn gráðaostur – eða ítalskur gorgonzola
  • 1 mozzarellakúla
  • 1 pakkning Prosciutto, ítölsk skinka
  • 3-4 rósmarínstönglar

Skerið laukinn í skífur. Hitið olíu á pönnu og mýkið laukinn á miðlungshita þar til að hann er orðinn mjúkur og sætur, 15-20 mínútur hið minnsta.

Fletjið pizzuna út og dreifið sultaða lauknum yfir. Saxið rósmarínnálarnar og dreifið yfir. Raðið næst skinkunni og fíkjuskífunum á pizzuna og sáldrið loks ostunum yfir.

Bakið við 220-250 gráður í ofni þar til að botninn er orðinn stökku og osturinn bráðnaður.

Deila.