Kjúklingaburrito með gullnum grjónum

Það er ekki til nein alveg skýr greinarmunur á Fajitas og Burrito enda eru slíkir réttir til í mörgum útgáfum, sumum mexíkóskum og öðrum bandarískum og hafa þróast á misunandi hátt. Með Fajitas er yfirleitt átt við marinerað kjöt sem er steikt eða grillað með lauk og papriku og borið fram með tortillas til hliðar. Burritos er hins vegar tortilla-pönnukaka sem er fyllt með kjöti, grjónum, baunum, osti svo dæmi sé tekið. Hér er uppskrift að burrito með kjúkling og grjónum. Byrjað er á því að marinera kjúklinginn og síðan er allt eldað og stór tortilla fyllt með herlegheitunum

Kryddlögur

 • 1/2 dl ólífuolía
 • 3 pressaðir hvítlauksgeirar
 • 2 msk BBQ-sósa
 • 1/2 tsk kóríander
 • 1/2 tsk cummin
 • 1/2 tsk paprika
 • 1/2 tsk chliflögur
 • salt og pipar

Blandið öllu saman. Skerið kjúklingabringur eða kjúklngalæri í strimla og látð liggja í leginum í um klukkustund.

Steikið eða grillið.

Paprika og laukur

 • 2 paprikur
 • 2 laukar
 • kóríander

Skerið lauk í sneiðar og paprikur í strimla. Mýkið í olíu á pönnu. Saxið kóríander og blandið saman við.

Gullin grjón

 • 2 dl „long grain“ hrísgrjón
 • 3 hvítlauksgeirar,pressaðir
 • 1  1/2 tsk túrmerik
 • 1 lárviðarlauf
 • salt

Sjóðið grjónin í 8 dl af vatni ásamt hvítlauk og kryddum þar til að þau eru mjúk. Takið lárviðarlaufið frá.

Fyllið stóra pönnuköku með grjónunum, kjúklingnum, papriku- og laukblöndunni ásamt niðurskornum kirsuberjatómötum, heimatilbúnu salsa, sýrðum rjóma og rifnum osti.

Deila.