Domaine de Malandes Petit Chablis 2010

Hjónin Lyne og Jean-Bernard Marchive stofnuðu vínhúsið Domaine de Malandes árið 1986 og eiga nú tæpa þrjátíu hektara af vínekrum, aðallega Chablis og Petit Chablis. Lyne kemur af vínbóndaættum og hafði stór hluti af ekrunum verið í eigu hennar fjölskyldu. Þetta litla vínhús hefur náð framúrskarandi árangri, enda vínin með afbrigðum góð, og nær öll framleiðslan fer í útflutning.

Þetta er unaðslegur Petit Chablis, ljós með smá grænum tón, mjög sýrumikill og míneralískur (kalk/krít)  með kröftugum sítrusávexti í nefi, aðallega lime. Þéttingsföst sýra og ferskt í munni. Frábært matarvín.

2.499 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.