My World er lína frá Arcus, sem er stærsti víninnflytjandi Noregs og sérhæfir sig í því að flytja inn vín í magni og tappa á flöskur og kassa í Noregi. Hér er það blanda úr þrúgunum Shiraz og Cabernet sem kemur frá Ástralíu og hefur verið eitt mest selda rauðvín Noregs undanfarið.
Í nefi sætur ávöxtur, rauð ber, smá kóngabrjóstsykur, lakkrís í lokin, sýrumikið.
3.595 fyrir 1,5 lítra box eða sem samsvarar 1.795 krónum fyrir 75 cl.