Santa Rita Chardonnay Reserva 2009

Santa Rita er gamalgróið og traust vínhús í Chile. Rætur þess eru í Maipo en líkt og flest önnur betri vinhús landsins hefur það sótt norður á bóginn hvað hvítvínsræktunina varðar á svalari svæði á borð við Casablanca þar sem svalt Kyrrahafsloftið býr til kjöraðstæður.

Þetta er ansi mikið vín, djúpur gulur litur, kröftug angan af heitum og þroskuðum hitabeltisávexti í bland við eik, ananas, ferskjur, greip  og mangó en einnig smjör og vanillusykur. Þykkt og feitt í munni en hefur þó næga sýru til að halda ferskleikanum. Ekkert að fela að það komi frá Nýja heiminum.

2.498 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.