Hilmar Alexander sigraði í Marie Brizard-keppninni

Sobieski / Marie Brizard Kokkteilkeppnin 2012 var haldin á Spot á dögunum en sigurvegarinn keppir fyrir Íslands hönd í hinni stórglæsilegu IBS Sobieski/Marie Brizard sem haldin verður í Bordeaux í Frakklandi í þrítugasta sinn dagana 25. – 28. nóvember.

Keppendur voru 18 talsins af öllum helstu börum og veitingahúsum landsins og stóðu þeir sig allir af stakri prýði. Keppnin var öllum opin þannig að í þetta sinn voru það bæði faglærðir sem og ófaglærðir sem öttu kappi.

Dómnefndina skipuðu sex aðilar. Þeir Valgarður Finnbogason veitingastjóri á Hótel Rangá, Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumeistari og Davíð Kristinsson hótelstjóri á Hótel Öldunni á Seyðisfirði en hann var jafnframt formaður dómnefndar.

Þau Tómas Kristjánsson, Ólafía Hreiðarsdóttir og Ólöf Eðvarðsdóttir sem koma frá Barþjónasamtökum Íslands sáu síðan um að dæma tæknilegu hliðina og að allt færi vel fram á sviðinu.

Sigurvegari kvöldis var Hilmar Alexander Steinarsson framreiðslunemi á Humarhúsinu með drykkinn Jóla – Magnús.

Í öðru sæti varð Geir Guðbrandsson frá Íslenskabarnum með drykkinn Bono.  Ester Ósk Aðalsteinsdóttir lenti svo í þriðja sæti með drykkinn Hairy Bush.

Sérstök aukaverðlaun voru veitt fyrir veitingastaði sem sendu fleiri en tvo keppendur. Sigurvegari þar var Fiskmarkaðurinn

Við munum svo birta sigurdrykkina á næstunni.

Deila.