Contrada di San Felice 2010

Agricola San Felice er með þekktari vínhúsum Toskana og framleiðir vín frá þekktustu svæðum héraðsins s.s. Montalcino, Maremma og Chianti Classico. Meðal þekktari vína hússin er Brunello-vínið Il Quercione. Hér er hins vegar á ferðinni vín sem heitir Contrada, eitt af ódýrari vínum San Felice. Það var upphaflega gert fyrir Palio di Siena hinar þekktu kappreiðar í borginni SIena þar sem fulltrúar 10 af borgarhlutunum 17- sem kallast Contradi – ríða í fornum búningum um hið fræga torg Piazza del Campo.

Vínið er flokkað sem IGT enda eru franskar þrúgur notaðar (Merlot og ögn af Cabernet Sauvignon) í bland við hina hefðbundnu þrúgu Toskana, Sangiovese. Angan er ávaxtarík og mjúk, kirsuber og rauð ber, ungt og þægilegt.  Ávöxtur ríkjandi í munni, þó einnig votti fyrir reyk og kryddi. Mjög aðgengilegt og ljúft vín.

2.195 krónur. Góð kaup.

Deila.