Vínin sem fengu Gyllta glasið 2012

Smökkunin til að ákveða hvaða vín fá Gyllta glasið á árinu 2012 var haldin á Hilton Nordica í vikunni. Alls voru 107 vín á verðbilinu 1.990 krónur til 2.599 krónur smökkuð og hlutu alls 15 vín, fimm hvít og tíu rauð, Gyllta glasið að þessu sinni.

Keppnin um Gyllta Glasið hefur verið haldin frá því 2005 undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands.
Vínin mega koma frá öllum heiminum og velja vínbirgjar hvaða vín þeir senda í keppnina.

Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin kölluðu til  en hana skipuðu færustu smakkarar landsins, vínþjónar, vínrýnar, fagmenn og aðrir góðir smjattpattar, og sátu 20 manns og dæmdu.  Yfirdómari  var vínþjónninn Alba E H Hough frá Icelandair Reykjavik Marina Hótel.

Athyglisvert er að sjá að af 5 hvítvínum eru 4 frá Frakklandi og þarf af 3 frá sama héraðinu Alsace, svo kemur einn Riesling frá Ástralíu.  Rauðvínin dreifðust aðeins meira og hafði nýji heimurinn betur að þessu sinni,  4vín frá Chile, 3 frá Ástralíu, 2 frá Spáni og 1 frá Ítalíu.

Vínin sem hlutu Gyllta glasið 2012 eru:

Hvítvín: 

Pfaffenheim Gewürztraminer 2010

Gérard Bertrand Reserve Spéciale 2011

Peter Lehmann Barossa Riesling 2011

Réné Muré Signature Riesling 2010

Réné Muré Signature Gewurztraminer 2011

Rauðvín: 

Castillo de Molina Cabernet Sauvignon 2010

Contrada di San Felice 2010

Jacob’s Creek Cabernet Sauvignon 2010

Lagunilla Reserva 2006

Montes Limited Edition Cabernet Sauvignon-Carmenére 2011

Montes Reserve Merlot 2011

Morande Reserva Cabernet Sauvignon 2010

Peter Lehmann Cabernet Sauvignon 2009

Peter Lehmann Shiraz 2010

Torres Ibéricos 2009

Deila.