Indverskar linsubaunir

Baunir eru mikið notaðar í indverskri matargerð og heita Dal á Hindi. Linsubaunir eða Masoor Dal eru ekki síst vinsælar og eldaðar á margvíslega vegu. Hér er réttur sem nota má sem meðlæti með fjölmörgum indverskum réttum eða þá snæða einan og sér.

  • 2,5 dl linsubaunir
  • 1 laukur, fínsaxaður
  • 2 vænar matskeiðar af fínsöxuðum hvítlauk
  • 1 tsk cummin fræ (heil)
  • 6 dl vatn
  • 1/2 tsk cayenne-pipar
  • lúka af fínsöxuðum ferskum kóríander
  • olía
  • salt

Hitið olíu í þykkum potti. Þegar að hún er orðin mjög heit eru cummin-fræin sett út á og síðan hvítlaukurinn. Veltið um með sleif. Um leið og hvítlaukurinn byrjar að skipta um lit er lauknum bætt við. Blandið vel saman. Þegar að þið byrjið að sjá brúnan lit á lauknum er linsubanunum blandað saman við og síðan vatninu. Leyfið suðunni að koma upp. Lækkið þá hitan og leyfið að malla undir loki í eina klukkustund. Saltið og piprið með cayenne.

Setjið í skál ásamt fínsöxuðum kóríander og berið fram.

Deila.