Cune dagar á Argentínu

 

Cune dagar hefjast á Argentínu í kvöld og verður Oscar J. Urrutia frá Cune í Rioja með vínsmakk fyrir gesti af því tilefni. Einnig er í boði  sérstakur matseðill 25.-28. október þar sem hægt er að fá fjóra rétti og síðan fjögur sérvalin vín frá Cune með.

Seðilinn er eftirfarandi:

  •  Pönnusteiktir humarhalar og reykt andabringameð sítrónusoðnum granateplum og steinseljurótarmauki
  •  Grafin gæsabringa með hindberja vinaigrette, rauðrófum, briochebrauði og klettasalati
  •  Grilluð krónhjartarsteik með salvíusoðsósu og Hasselback kartöflu
  •  Volg rabarbarakaka með möndlutopp borin fram með kókosís

kr. 8.950.-

  • Sérvalin vín frá Cune með matseðli;
  •  Cune Blanco Viura /Rioja
  • Cune Crianza Tempranillo / Rioja
  • Cune Reserva Tempranillo  / Rioja
  • Portal Tawny Porto / Portúgal

kr. 5.850.-

Cune er staðsett í Rioja á Spáni og næstelsta vínfyrirtæki héraðsins, stofnað á síðari hluta nítjándu aldar. Stofnendurnir voru tveir bræður frá Bilbao sem ferðuðust til Rioja til að leita sér lækninga við astma, en gífurleg mengun var í Bilbao á þessum tíma vegna þungaiðnaðar. Þeir heilluðust af þeim tækifærum sem svæðið bauð upp á og ákváðu að fjárfesta í vínrækt.

Fyrirtækið Compania Vinicola del Norte del Espana (Cune) er með þekktustu vínfyrirtækjum Spánverja en í byrjun síðustu aldar bættist vínhúsið Vina Real í sarpinn.

Deila.