Banfi Fontanelle Chardonnay 2010

Héraðið Montalcino í Toskana er þekktast fyrir stór og mikil rauðvín úr Sangiovese-þrúgunni, Brunello og Rosso di  Montalcino. Hvítvín eru ekki algeng en einstaka framsækinn framleiðandi hefur þó fundið ekrur þar sem hægt er að framleiða afbragðs hvítvín.

Fontanelle er hvítvín frá Castello Banfi gert úr Chardonnay-þrúgum sem ræktaðar eru í hlíð í 250 metra hæð yfir sjávarmáli. Vínin gerð með svipuðum hætti og bestu hvítu Búrgundarvínin og fer gerjunin fram á 225 lítra barrique-tunnum úr franskri eik.

Vínið er fínlegt og elegant, ávöxturinn mildur og sítrusmikill, sæt sítróna og börkur í bland við ferskjur og perur. Eikin hófstillt og í bakgrunni, leyfir ávextinum að njóta sín. Þétt sýra og fersk í munni, vínið  breiðir vel úr sér, þetta er matar vín. Hentar með t.d. humarréttum og gufusoðnum fiski í mildri sósu.

2.999 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.