Villa Antinori Bianco 2011

Hvítvínið Villa Antinori Bianco frá Toskana á Ítalíu á sér langa sögu en hefur tekið nokkrum breytingum í gegnum áratugina, stíllinn hefur þróast og blandan breyst. Vínið er nú gert úr blöndu fimm þrúgna, Trebbiano, Malvasia, Pinot Blanc, Pinot Grigio og Riesling.

Ljóst á lit, út í fölgrænt. Ávaxtarík angan, sítrónubörkur, ferskjur, sætar melónur og rósir. Í munni sýruríkt, ferskt, vottur af apríkósu, þétt og fínt. Gott matarvín eða sem fordrykkur. Reynið með humri með pasta og lime.

1.999 krónur.

Deila.