La Chablisienne Petit Chablis 2010

La Chablisienne er vínsamlag fjölmargra bænda á Chablis-svæðinu og með stærstu og bestu framleiðendum Chablis-vína. Petit Chablis eru ræktuð á ekrum þar sem jarðvegurinn er annarar gerðar en á ekrum sem flokkaðar eru sem „Chablis“. Á miðanum stendur  hins vegar Pas si petit sem þýðir „ekki svo lítill“ og má það til sanns vegar færa, þetta er vín með nánast hreinræktuð Chablis-einkenni.

Angan er þétt og skörp, nokkuð míneralísk, sítrus og græn epli, jafnvel út í hitabeltisávexti. Ferskt og ágætlega þykkt, góður ávöxtur, míneralískt í lokin, vottur af hunangi. Þægilegt og fínt vín, gott matarvín.

2.498 krónur.

Deila.