Bailly-Lapierre Réserve Brut

Freyðivín eru framleidd víða um Frakkland og í Búrgund kallast þau Crémant du Bourgogne.  Bailly-Lapierre er  framleiðandi í þorpinu Bailly í norðurhluta héraðsins. Þetta er nágrannasveit Champagne og þrúgurnar því ekki bara þær sömu og ræktaðar eru í Champagne (það er Pinot Noir og Chardonnay) heldur aðstæður allar einnig mjög svipaðar. Þar sem  sama aðferð er notuð við gerð freyðivínsins og í Champagne verður útkoman oft mjög góð.

Þetta er afskaplega snoturt og flott freyðivín, vissulega ekki í sömu hæðum og kampavín en með sömu karaktereinkenni og prófíl, bara í aðeins smækkaðri mynd. Fersk angan ef eplum og sítrusberki, ger, kex. Freyðir vel og fallega, hefur góðan og hressilegan ferskleika. Og það besta er að það kostar bara þriðjung á við kampavín!

2.298 krónur. Frábær kaup.

Deila.