Montecillo Gran Reserva 2005

Gran Reserva-vínin frá Rioja hafa beðið lengi bæði á tunnum flösku áður en að þau fara í sölu og eru því orðin mjúk, þroskuð og tilbúin.

Montecillo Gran Reserva 2005 er farið að sýna þægilegan þroska, ávöxtur og eik orðin algjörlega samofin, angan af vanillu, vindlatóbaki, kanilstöng og súkkulaði saman við svartan berjaávöxt. Þétt, mjúkt og langt í munni. Nautakjötsvín.

3.399 krónur.

Deila.