Mas du Soleilla Sphinx 2011

Það er hvergi sólríkara í Frakklandi en í Miðjarðarhafshéruðunum og því vel við hæfi að þetta vínhús, sem svissnesk hjón settu á laggirnar fyrir áratug,  kenni sig við sólina. Þetta er blanda úr tveimur suður-frönskum þrúgum, annars vegar Bourbolenc og hins vegar Rousanne.

Vínið er skarpt og þurrkað í nefi með angan af þurrkuðum apríkósum, sítrus  og blómum, angar beinlínis af Suður-Frakklandi. Þétt með beiskum krydduðum ávexti, ferskt og langt.

2.695 krónur.

Deila.