Joseph Drouhin Cotes de Beaune 2010

Cotes de Beaune kemur úr hlíðunum í kringum Beaune sem er hjartað í vínframleiðslunni í Búrgund í Frakklandi. Þrúgan er auðvitað Pinot Noir og framleiðandinn eitt af virtari húsunum á svæðinu, Joseph Drouhin.

Unaðsleg Pinot-angan, mjúkur, kryddaður, rauður berjaávöxtur, rifsber, skógarbor, lyng, vottur af negull.Þétt og þykkt, fersk sýra, tannískt. Vandað og þægilegt Búrgundarvín, reynið með nautalund eða önd, jafnvel villigæs.

3.997 krónur. Góð kaup.

Deila.