Francois D’Allaines Pommard 2008

Pommard er lítið þorp í Búrgund, rétt fyrir utan Beaune, og þar eru rauðvínin gerð úr þrúgunni Pinot Noir líkt og annars staðar í héraðinu.

Ljóst á lit líkt og Pinot er von og vísa, farin að sýna þroska, ávöxturinn að víkja, kryddað, þarna er anís, tjara, malbik. Nokkuð létt í munni en ágætlega þétt og lifandi. Reynið t.d. með appelsínuönd.

4.589 krónur.

Deila.