Bava Barolo Contrabasso 2003

Barolo er svæði í Piedmont í norðvesturhorni Ítalíu og þar eru framleidd einhver bestu og langlífustu rauðvín Ítala úr þrúgunni Nebbiolo. Hér er til dæmis á ferðinni níu ára gamalt vín sem enn á þó töluvert langt eftir.

Krydduð angan, kaffi, jörð, sæt blómaangan, fínlegt og elegant, nokkuð tannískt, með góðri sýru, langt. Flottur og sígildur Barolo. Villibráð með mildumeðlæti, svepparisotto.

7.899 krónur

Deila.