Pfaffenheim Riesling 2010

Alsace-vínin eru með bestu hvítu matarvínum sem hægt er að fá miðað við verð og stílarnir eru margir og fjölbreyttir. Þessi Riesling frá vínbændunum í þorpinu Pfaffenheim er í þurrum og sítrusríkum stíl. Angan af sítrónu, lime, sítrusberki, græn epli/pera. Ferskt, sýrumikið og langt. Með góðu sjávarfangi.

2.250 krónur. Frábær kaup.

Deila.