Domaine de Tariquet Sauvignon 2011

Það er mjög ánægjulegt að sjá hversu mikið af spennandi frönskum vínum hafa verið að bætast við úrvalið oft frá svæðum sem lítið hefur farið fyrir fram til þessa. Þetta Sauvignon Blanc-hvítvínin kemur t.d. frá Cotes de Gascogne sem er í suðvesturhluta Frakklands í héraðinu Midi-Pyrénées.

Þetta er nýbylgju Frakki sem við fyrstu sýn gæti vel villt á sér heimildir og þóst koma frá Nýja-heiminum. Í nefi sætur og mikill peruávöxtur, ferskar, niðursoðnar og perubrjóstsykur, grösugur undirtónn og töluvert af kryddjurtum í munni, ávöxturinn þroskaður, þykkt í munni af Sauvignon að vera.

2.300 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.